ÉG ER ÍSLENDINGUR

Merkilegt að fylgjast með viðbrögðum íslenskra stjórnmálamanna við efnahagshruninu og heimskreppunni. Ég viðurkenni að sjálfur fylgdist ég hálf lamaður með stórveldinu Íslandi breytast yfir í hálfgert þriðja heims ríki í einu vettvangi. EN eftir 6 mánuði virðast stjórnmálamenn sem eru jú kosnir af þjóðinni til að stýra landinu, vera jafn lamaðir og ráðalausir. Menn eru jú að gera ákveðnar skammtímaráðstafanir til að leggja heimilum sem standa höllum fæti lið, sem er vel. En samhliða þessum ráðstöfunum VERÐA stjórnmálamenn að fara að leita leiða til að leysa vandamálið - þ.e. að við sem þjóð náum fótfestu efnahagslega svo við getum á nýjan leik borið höfuðið hátt þegar við segjum "Ég er Íslendingur". Við ERUM EKKI AUMINGJAR, heldur afkomendur Víkinga og þegar við lendum í mótbyr þá leggjum við ekki árar í bát og bíðum eftir að dráttarbáturinn komi og bjargi okkur heldur berjumst við á móti storminum þar til við erum komin í höfn.
Það er illþolanlegt að fylgjast með því hvernig stjórnmálamenn eru búnir að koma sér fyrir í skotgröfum, með og á móti ESB, með og á móti samstarfi við Norðmenn etc.
Í mínum huga væri langáhugaverðasta og nærtækasta lausnin fyrir okkur að beita okkur fyrir ríkjabandalagi við Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga, - nokkurskonar Norðurbandalag. Mér verður mjög starsýnt á Færeyinga frændur okkar og hvað þeir hafa staðið þétt við bakið á okkur undanfarið. Hvað þeir hafa staðið sig vel gagnvart öfgamönnum sem vilja friða alllar lífverur sem synda um í sjónum með því að tilkynna þeim einfaldlega að Færeyingar skilgreini sjálfir hvernig þeir nýti sínar eigin auðlindir.
Grænlendingar hafa nýverið greitt atkvæði um að þeir stefni á algjört sjálfstæði svo tímasetningin er rétt núna til að opna viðræður um þetta.
Við þurfum þó að ganga til samningaviðræðna með tiltekin skilyrði í farteskinu. Samningur okkar gagnvart Norðmönnum þarf einfaldlega að vera að Norðmenn fái einkarétt að olíuborun í landhelgi okkar og að við samþykkjum að ganga ekki í ESB til x margra ára. Þess í stað greiði Norðmenn eða yfirtaki allar okkar skuldir sem við höfum safnað - þ.e. geri okkur skuldlausa að öllu leyti. Norðmenn fái greitt fyrir þennan greiða með loforði fyrir að þeir fái, ÞEGAR og EF olía finnst í landhelginni okkar að eiga fyrstu olíuna þar til þeir hafa fengið það sem þeir greiddu okkur x 1,5 til dæmis. Þetta er sumsé skilyrt lán með 50% vöxtum en eina áhættan fyrir Norðmenn er ef svo ólíklega skyldi vilja til að ekki skyldi finnast olía hér, allavega nóg fyrir þessari upphæð. Samhliða því að hefja samninga við Norðmenn eigum við að sjálfsögðu að senda sendinefnd til Brussel til viðræðna við ESB nú þegar. Með öllum skuldum er ég ekki aðeins að meina skuldir þjóðarbúsins, heldur jafnframt allar skammtímaskuldir einstaklinga og fyrirtækja að auki. Ef við ætlum að koma hjólum atvinnulífsins af stað og gera fjölskyldum kleyft að sjá út úr augum fyrir skuldum, væri engin leið betri en sú að hreinsa borðið á línuna. Það eru yfirdráttarskuldir, bílalán, kreditkortaskuldir og bankalán sem eru að drekkja flestum, ekki húsnæðislánin sem eru til langs tíma og á hóflegum vöxtum þrátt fyrir allt, þó auðvitað væri afar ákjósanlegt að stilla þær af í leiðinni.  EF Norðmenn eru ófáanlegir til að semja við okkur á þessum nótum höfum við þá annan möguleika til að velta fyrir okkur þegar niðurstaða viðræðna við ESB liggur fyrir. EF Norðmenn samþykkja, verður ESB samningurinn einfaldlega lagður á hilluna. Þarf allt að vera svona flókið og þarf allt að taka svona ógnarlangan tíma? Fyrir utan Norðmenn eru svo að sjálfsögðu fleiri þjóðir sem gætu haft áhuga á einkaaðgangi að olíuauðlind okkar - sbr. vini okkar Rússa, Bandaríkjamenn o.s.frv. o.s.frv. Við þurfum bara að opna viðræður um þetta mál á sem flestum vígstöðvum. En enn og aftur væri mér mjög að skapi að fyrst yrði rætt við frændur okkar Norðmenn.

Við þurfum umfram allt að muna að þó skuldir okkar séu gríðarlegar á hvert mannsbarn, þá eru þær ekki miklar í heild á mælikvarða stjórþjóða. Við þurfum sumsé ekki mikið til að hreinsa okkar borð alveg eins og við þurftum ekki mikið til að vera fjórða ríkasta þjóð heims fyrir ekki löngu síðan.

Í guðana bænum, það hljóta að vera til stjórnmálamenn sem geta látið verkin tala án þess að þurfa að liggja endalaust yfir smáatriðum og aukaatriðum. Við eigum raunverulega möguleika í stöðunni og það er fullkomið ábyrgðarleysi að mínum dómi að setja ekki á fulla ferð við að nýta þá til að koma okkur í öruggt var fjárhagslega með öllum ráðum.

Ef þetta gengi eftir væri það frábært, ekki satt? Hver myndi ekki vilja heyra þær fréttir í morgunútvarpinu einn góðan veðurdag að Íslendingar séu frá og með deginum í dag skuldlausir með öllu?

Ef ekki þá geta getum við allavega sagt að við höfum reynt allt til að leysa vandamálið. Kallast þetta ekki verkkvíði?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það er nú bara svo að í nútíma heimi skammast maður sín nánast fyrir að segjast vera Íslendingur, því (óraunhæft?) hatur erlendra þjóða á okkar smáa eyríki er ekki eingöngu byggt á lofti og draumum... annað en peningarnir sem við erum búin að vera að eyða til að kaupa upp heiminn undanfarin ár.

Ég vildi óska þess að ég gæti, eins og ég hef gert alla mína æfi, bara staðið upp og öskrað stoltur: "Ég er Íslendingur!!" En í dag er líklegt að maður verði bara barinn fyrir ódæðið.

Árni Viðar Björgvinsson, 29.3.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingi Karlsson
Ingi Karlsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband